Af hverju skiptir undirvinna öllu máli í hellulögn?
Það sem sést ekki – skiptir mestu máli. Undirvinna er grunnurinn að fallegri, stöðugri og endingargóðri hellulögn.
Þéttur og rétt þjappaður jarðvegur
Ef jarðvegurinn er laus eða misjafn þá mun hellulögnin síga eða hreyfast með tímanum. Þess vegna þarf að grafa rétt dýpi og þjappa vandlega.
Rétt uppbygging burðarlags
Burðarlagið – yfirleitt úr möl eða krappari efni – tryggir að hellurnar haldist stöðugar og þoli frost og þýðu.
Jöfnunarsandur og fínstilling
Áður en hellur eru lagðar er mikilvægt að leggja lag af jöfnunarsandi sem jafnar og styður undir hvern flöt.
Nákvæmni og reynsla
Fagmennska í undirvinnu skilar sér í endingargóðum og fallegum frágangi. Léleg undirvinna getur kallað á dýra viðgerðarvinnu innan fárra ára.
Treystu fagmönnum í verkið – við sjáum um hellulögnina frá grunni og tryggjum að hún endist!



